þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fríð og vel gerð hryssa

13. janúar 2017 kl. 14:43

Jörð frá Koltursey.

6 vetra hryssur

Í ár voru sýndar 217 sex vetra hryssur en þetta var næststærsti flokkurinn í ár. Efsta hryssan í þessum flokki og efst á Landsmóti var Jörð frá Kolturey. Þetta er afar fríð og vel gerð hryssa, með mikla skrokkmýkt, undan Óðni frá Eystra-Fróðholti og Flugu frá Sauðárkróki. Hákonsdóttirin Hansa frá Ljósafossi vakti mikla athygli á Landsmótinu en þar hlaut hún 8,94 fyrir hæfileika sem er hæsta hæfileikaeinkunn sem sex vetra hryssa hlaut í ár. Þriðja er heimsmetshafinn Hamingja frá Hellubæ en hún setti heimsmet á Landsmóti á Hellu 2014 þegar hún hlaut hæsta dóm sem fjögurra vetra hryssa hefur hlotið frá upphafi. 

AE       Nafn    Faðir   Móðir

8.67    Jörð Koltursey           Óðinn Eystra-Fróðholti         Fluga Sauðárkróki

8.62    Hansa Ljósafossi        Hákon Ragnheiðarstöðum    Sunna-Rós Úlfljótsvatni

8.59    Hamingja Hellubæ    Aðall Nýjabæ  Þula Hellubæ

8.58    Skvísa Skagaströnd   Klettur Hvammi        Þruma Skagaströnd

8.52    Hildur Feti      Stormur Leirulæk      Fingurbjörg Feti

8.50    Harpa Sjöfn Hvolsvelli          Mjölnir Hlemmiskeiði 3        Orka Hvolsvelli

8.49    Gná Eystra-Fróðholti             Sær Bakkakoti            Gletta Bakkakoti

8.48    Eiða Óskarshóli          Vídalín Hamrahóli     Erla Reykjavík

8.48    Freyja Vöðlum           Forseti Vorsabæ II     Nótt Oddsstöðum I

8.46    Álfrún Egilsstaðakoti Álfur Selfossi  Snögg Egilsstaðakoti