þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frí reiðkennsla á miðvikudagskvöldum hjá Fáki

12. janúar 2011 kl. 10:38

Frí reiðkennsla á miðvikudagskvöldum hjá Fáki

Eins og undanfarin ár þá hefur Fákur boðið upp á reiðkennslu á miðvikudagskvöldum, frá kl. 20:00 - 22:00 í Reiðhöllinni...

Þá er reiðkennari á vegum félagsins staddur í Reiðhöllinni og leiðbeinir þeim sem vilja og er þjónustan frí fyrir skuldlausa félagsmenn. Stefnt er að því að öll miðvikudagskvöld fram í aprílbyrjun verði reiðkennari á vegum félagsins (ef ekki fæst reiðkennari þá verður það auglýst á Fáksvefnum, svo menn komi ekki að tómum kofanum).
Sif Jónsdóttir ríður á vaðið í ár og leiðbeinir þeim sem vilja í kvöld, svo það er um að gera að nota þessa góðu þjónustu og reyna bæta sína reiðmennsku því lengi má gott bæta.