mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Freyfaxi 60 ára

26. apríl 2012 kl. 13:15

Freyfaxi 60 ára

Hestamannafélagið Freyfaxi er 60 ára í ár og verður að því tilefni blásið til hátíðar þriðjudaginn 1. Maí nk.

Fyrst fer fram firmakeppni á félagsvellinum að Stekkhólma. Keppni hefst kl. 12 og fara skráningar fram samdægurs kl. 11-11.40. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna-, kvenna-, höfðingja-, áhugamanna- og opnum flokki.

Að keppni lokinni stendur félagið fyrir kaffisamsæti í félagsheimilinu á Iðavöllum. Sagt verður fra´fyrstu árum félagsins og gömlum og skemmtilegum myndum af starfi þess verður varpað upp.

Sjá nánar á heimasíðu Freyfaxa.