miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fréttir af Landsmóti

14. desember 2009 kl. 12:29

Fréttir af Landsmóti

Landsmót hefur gefið út fréttabréf, 1.tbl.2009, á vef sínum. Þar má lesa um gistimöguleika í Skagafirði næsta sumar, sjálfboðaliðum sem áhuga hafa á að taka þátt í verkefnum landsmóts, boðið að hafa samband og einnig er talað um 60 ára afmæli landsmótanna. Að lokum er minnst á að hægt er að gerast "vinur" Landsmóts á Facebook.Vantar þig gistingu í kringum Landsmót 2010?
Til að auðvelda fólki leitina að gistingu á meðan Landsmóti stendur höfum við tekið saman lista yfir þá gististaði í nágrenni mótssvæðis sem enn eiga laus svefnrými á meðan móti stendur. LESA MEIRA

____________________________

Landsmót vonar að aðventan verði notaleg í hesthúsum og á heimilum víðs vegar um heim!  

Starfsmenn, stjórn og  framkvæmdanefnd Landsmóts hestamanna senda hestamönnum hlýjar kveðjur með von um að framundan sé notaleg aðventa í öllum hesthúsum sem og heimilum landsins sem og að sjálfsögðu hjá öllum vinum okkar erlendis. Við þökkum um leið gamla tíma og velvild og óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsæls nýs árs. Mynd séra Braga J. Ingibergssonar, Partners eða Félagar, var valinn Digital-ljósmyndari ársins 2009 af Photo Radar.  Smelltu hér til að sjá fleiri frábærar myndir eftir Braga!

____________________________

Viltu taka beinan þátt í ævintýrinu og gerast sjálfboðaliði á Landsmóti 2010?
Við leitum að fólki sem vill vera í hringiðunni með okkur á meðan móti stendur. Hefur þú gaman af fólki, hraða, smá spennu og þykir þér vænt um hestagreinina? LESA MEIRA

____________________________

Landsmót 60 ára og aldrei sprækari! 

Landsmót fagnar 60 ára afmæli árið 2010. Landssamband hestamannafélaga  býður m.a. til glæsilegs afmælisfagnaðar 18. des. nk. LESA MEIRA

____________________________

Viltu gerast vinur Landsmóts? Teldu niður dagana með okkur á Facebook!

Í dag eru 196 dagar þar til Landsmót hefst og spennan eykst með hverjum deginum! Landsmót hestamanna á marga góða vini víðs vegar um heim. Samskiptasíðan Facebook hjálpar okkur að vera í sem bestu sambandi við vini okkar og gefur færi á hröðum og góðum samskiptum við hestaáhugafólk hvar sem er í heiminum. Fylgstu með á Facebook og teldu niður dagana þar til  Landsmót hefst með okkur. 

Smelltu hér til að gerast vinur!
www.landsmot.is