þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fréttir af landsliðinu

3. ágúst 2019 kl. 08:50

Það er í morg horn að líta hjá landsliðsþjálfurum og landsliðsnefndarfólki

Veðrið leikur við menn og hesta

Landsliðsknapar og hestar eru nú allir komnir á keppnissvæðið í Karlshorst í Berlín. Liðið er í óða önn koma sér fyrir og kynna sér aðstæður og skipulag á svæðinu. Allt kapp er lagt á að gera aðstæður sem bestar fyrir hesta og knapa.

Alls eru 22 hestar í íslenska landsliðinu, 17 komu frá Íslandi í byrjun vikunnar og 5 koma frá Danmörku og Þýskalandi.

Hesthúsið sem íslenska landsliðið fékk úthlutað, sóttkvíin svokallaða, er staðsett þannig að smithætta sé eins lítil og mögulegt er. Engir hestar eru í þeim húsum sem næst liggja og passað er vel upp á að reiðleiðir íslensku hestanna skarist sem minnst við reiðleiðir annarra hesta.

Fyrstu dagana hafa knaparnir nýtt til að sýna hestunum svæðið, gengið með þá og fetað í rólegheitum um svæðið.

Á fimmtudagsmorgun var fyrsti knapafundurinn þar sem þjálfarateymið fór yfir dagskipunina en slíkir fundir verða haldnir í upphafi hvers dags og oftar ef þurfa þykir.

Veðrið leikur við menn og dýr og hitinn hefur verið hóflegur eða milli 25 og 30 gráður.

#teamiceland #áframísland #lhhestar

Íslenska sendiráðið í Berlín bauð landsliðinu til móttöku í sendiráðinu á föstudagskvöl. Það var Elín Rósa Sigurðardóttir, staðgengill sendiherra sem tók á móti hópnum. Á leiðinni í sendiráðið notuðum við  tækifærið og smelltum nokkrum myndum af hópnum við Brandenbugarhliðið.