þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fréttatilkynning frá mótsstjórn

19. júlí 2013 kl. 12:46

Íslandsmót yngri flokka.

"Í gær, fimmtudag, á fyrsta keppnisdegi Íslandsmóts yngri flokka 2013 á Hlíðarholtsvelli á Akureyri, var forkeppni í 4gangi barna, unglinga og ungmenna. Útgefin rásröð í mótsskrá stemmdi ekki við leiðréttan ráslista sem gefinn var út hér á miðvikudagskveldi.
Þetta má allt rekja til þess að á síðasta degi skráninga varð smávægilg bilun í skráningarkerfi SportFengs. Bilunin varð þess eðlis að ekki var hægt að skrá hross í ákveðnar greinar saman og því duttu út skráningar sumsstaðar.  Vegna þessarar bilunar fengum við mikið af tölvupóstum í lok skráningar og þurfti því að hafa snör handtök. Mótsskráin okkar á Íslandsmótinu fór í prentun á mánudegi og því komust sumar þessara breytinga ekki í hana. Villur í mótsskrá sem af þessari bilun leiðir er samt hægt að telja á fingrum annarar handar.
Þegar vart var við bilunina, og til að bregðast við öllum þessum tölvu- bréfum,þurfti því að fara í örlitla handavinnu við ráslistann.  Ákveðin mistök urðu við handskráningu í FjórgangiV1 í unglingaflokki. Þessi mistök eru alfarið okkar sem að mótinu standa og biðjum við alla velvirðingar á þessari handvömm.
Að gefnu tilliti viljum við benda á að sá ráslisti sem birtist á upplýsingatöflunni (sunnan við dómpall) að minnsta kosti klukkustund fyrir auglýsta grein er gildur ráslisti.
Við vonum að þetta skelli ekki rýrð á gríðarlega skemmtilegt Íslandsmót þar sem hestakosturinn er glæsilegur. Börnin, unglingarnir og ungmennin eru til fyrirmyndar og allt gengur að óskum." segir í tilkynningu frá mótstjórn Íslandsmótsins