fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fréttatilkynning frá hestamannafélögum

8. mars 2010 kl. 08:04

Fréttatilkynning frá hestamannafélögum

Fréttatilkynning frá hestamannafélögunum Geysi, Léttfeta, Sindra og Stíganda varðandi Landsmót hestamanna 2012: Fulltrúar ofan talinna hestamannafélaga áttu pantaðan fund með Haraldi Þórarinssyni formanni Landssambands hestamannafélaga (LH), 5. mars kl: 15:30. 

Þar átti að afhenda honum skjöl undirrituð af stjórnarmönnum 26 hestamannafélaga innan LH þar sem því er mótmælt hvernig staðið er að ákvörðun um að halda Landsmót 2012 í Reykjavík.

Undir miðnætti í fyrrakvöld afboðar Haraldur fundinn á þeim forsendum að hann sé upptekinn og ná ekki að boða stjórnarmenn til fundarins.

Á föstudaginn (5. mars) birtist síðan frétt um að komið hafi verið á fundi milli LH og Fáks þar sem undirritaður var samningur um Landsmót í Reykjavík 2012.

Furðum við okkur á vinnubrögðum formanns LH og teljum þau ólýðræðisleg og ekki unnin af heilindum. Ljóst er að geysileg andstaða ríkir meðal hestamanna um val á Reykjavík sem Landsmótsstað 2012.

Geysir
Léttfeti
Sindri
Stígandi