mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frestun á dagskrá rædd

odinn@eidfaxi.is
1. júlí 2014 kl. 14:53

Framkvæmdaraðilar hittust og mátu stöðuna.

Veðurofsinn gæti sett strik í reikninginn.

Framkvæmdaraðilar Landsmótsins hittust nú rétt í þessu og ræddu hvort rétt væri að fresta dagskrá mótsins vegna veðurs. Niðurstaða fundarins er sú að áfram skuli haldið með óbreytta dagskrá, nema keppnisbrautin verði ófær.

Erfitt er að fresta mótinu í miðri keppni og þykir ósanngjarnt að hluti keppenda keppi við betri aðstæður en aðrir. Þar sem keppni er hafin í unglingaflokki verður forkeppnin kláruð og staðan metin eftir það.

Mögulegt er að færa keppnina fram á kvöld en þá á veður að batna samkvæmt Veðurstofunni.