mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frestað vegna veðurs

1. júlí 2014 kl. 17:30

Aðeins þeir allra hörðustu sitja í brekkunni.

Milliriðlar í B-flokki fara fram á morgun

Mótstjórn hefur ákveðið að fresta milliriðlum B-flokks til morguns, vegna slæms veðurútlits. Milliriðillinn, sem átti að fara fram núna kl. 18, fer þess í stað fram kl. 18 á morgun, miðvikudaginn 2. júlí. Skeiðgreinar sem áttu að fara fram kl. 18.30 á morgun, hafa verið færðar til kl. 19.30, eða eins og segir í tilkynningu:

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta milliriðlum í B-Flokk sem átti að hefjast kl 18 í dag 1.7.2014 til morgundags 2.7.2014 kl 17:00. Skeið sem auglýst var að ætti að hefjast 19:30  2.7.2014 færist til 20:30 2.7.2014. Þessi ákvörðun er tekin vegna slæms veðurútlits fyrir kvöldið og hugsanlegra slæmra vallaraðstæðna.