laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frauke og Óskadís stóðu undir væntingum

21. febrúar 2014 kl. 12:02

Nils-Christian Larssen og Viktor frá Diisa mæta í úrslit.

Niðurstöður forkeppni fjórgangs á World toelt.

Fyrirfram þóttu sigurstranglegir hinn danski Nils-Christian Larsen og glæsihesturinn Viktor frá Diisa. Þeir voru meðal síðustu keppenda í braut í forkeppni fjórgangs, þeir hlutu 7,13 í einkunn og eru öruggir í úrslit. Viktor frá Diisa hefur verið meðal fremstu keppnishrossa heims undanfarin ár auk þess að vera háttdæmdur kynbótahestur. Nils-Christian tók við þjálfun Viktors í haust eftir að Gestut Sunnaholt keypti hann.

Síðasti keppandi í braut var titilverjandinn Frauke Schenzel sem mætti með hryssuna Óskadís vom Habichtswald til leiks. Óskadís er að stíga sín fyrstu skref í keppni en hún sigraði flokk elstu hryssna á Heimsmeistaramótinu í Berlín. Þær voru glæsilegar á vellinum, uppskáru 7,57 í einkunn og eru efstar inn í úrslit.

Niðurstöður forkeppninnar má nálgast hér.

1. Frauke Schenzel - Óskadís vom Habichtswald 7,57
2. Jóhann Skúlason - Snugg fra Grundet Hus 7,17
3. Snorri Dal - Vignir frá Selfossi 7,17
4. Nils-Christian Larsen - Viktor fra Diisa 7,13
5. Johanna Beug - Markur von Birkenlund 7,00
6. Unn Kroghen Aðalsteinsson - Hrafndynur frá Hákoti 6,97
7. Thomas Rorvang - Ylur frá Hvítanesi 6,90
8.-10. Sys Pilegaard - Óskar frá Akureyri 6,83
8.-10. Irene Reber - Brjánn frá Reykjavík 6,83
8.-10. Anne Stien Haugen - Kristal frá Jarðbrú 6,83