laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frauke og Óskadís brennheitar

21. febrúar 2014 kl. 12:48

Frauke hefur sannarlega ástæðu til að brosa í dag. Hér er hún ásamt Óskadísi.

Forkeppni slaktaumatölts á World toelt

Nú stendur yfir síðari hluti forkeppni í slaktaumatölti á heimsbikarmótinu í Óðinsvéum, World toelt.

Hin þýska Frauke Schenchel var mætt aftur með Óskadísi til leiks. Gerðu þær sér lítið fyrir og hlutu 7,23 í einkunn og eru sem stendur langefstar. Er ljóst að þarna er komin fram ný og fjölhæf stjarna á keppnisvellinum. 

Frauke er, sem margir vita, ríkjandi heimsmeistari í fjórgangi á Tígul frá Kronshof auk þess að vera ríkjandi Heimsbikarmeistari í fjórgangi á Tígul.