föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framtíðarhesturinn enn og aftur

Óðinn Örn Jóhannsson
4. apríl 2018 kl. 08:16

Hrossaræktarsamtök Suðurlands

Fundurinn á hótel Stracta á Hellu 4.apríl.

Hrossaræktarsamtök Suðurlands bjóða hestamönnum á þriðja fræðslu- og umræðufundinn um framtíðarhestinn. Fundurinn verður núna á hótel Stracta á Hellu 4.apríl 2018 kl 20.00 – 22.30.  Líkamsbeiting hrossa verður umræðuefnið.   Hvað er rétt líkamsbeiting? Hver eru einkenni réttrar líkamsbeitingar? Hverjir eru kostir réttrar líkamsbeitingar? Hverjar eru forsendur réttrar líkamsbeitingar? 

Olil Amble, Svanhildur Hall og Magnús Lárusson verða með framsögu og síðan verða umræður.  Fundurinn er öllum opinn.