miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framtíð Landsmóta rædd

7. nóvember 2015 kl. 09:51

Fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá og færri hrossum.

Landssamband hestamannafélaga og Bændasamtök Íslands stóðu fyrir vinnufundi um framtíð Landsmóta hestamanna í október. Markmið vinnufundarins var að félagsmenn kæmu saman til að móta stefnu varðandi þessa framtíð. Hópnum var skipt upp í átta umræðuhópa og var viðfangsefnunum skipt í fjóra hluta: tilgangur Landsmóta, keppendur á Landsmótum, dagskrá og afþreying á Landsmótum, og umgjörð Landsmóta. 

"Þegar umræðan kom að keppendum á Landsmótum voru flestir sammála því að þrengja þyrfti þátttökurétt þannig að hrossum fækkaði bæði í kynbótasýningu og í keppni. Hrossin á Landsmóti ættu einungis að vera þau bestu á landinu, rjóminn af íslenska hestinum. Hvernig þetta yrði framkvæmt voru skiptar skoðanir um. Flestir hópar vildu að þátttakendur í A og B flokki yrðu teknir inn í gegnum stöðulista eins og gert er í tölti og skeiði. Þó vildi fólk halda í félagaréttinn að eitthverju leyti."

Lesið um fleiri tillögur að framtíð Landsmóta í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í sima 511 6622 eða í gegnum tölvupóst eidfaxi@eidfaxi.is