miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framlengdur skráningarfrestur

1. nóvember 2014 kl. 18:00

Tilkynning frá Framhaldsskólanefndinni í hestaíþróttum.

Umsóknafrestur um þátttöku í Framhaldsskólanefndinni í hestaíþróttum hefur verið framlengdur til 9. nóvember.

"Í nefndinni kemur saman ungt hestafólk sem stundar nám við framhaldsskóla landsins og skipuleggjum við saman hið árlega Framhaldsskólamót í hestaíþróttum. Þar taka skólar frá öllu landinu þátt.

Störf nefndarinnar eru fjölbreytt, áhugaverð og skemmtileg. Við auglýsum því eftir fólki sem hefur áhuga á að starfa í nefndinni í vetur.
Í umsókninni þurfa ykkar helstu upplýsingar að koma fram; fullt nafn, aldur, símanúmer, skóli og af hverju þið hafið áhuga á að vera í nefndinn. Upplýsingar umfram þessar eru einnig vel þegnar. Umsókn skal senda á netfangiðfrhskolanefnd@gmail.com.

Við í nefndinni hvetjum hestafólk í mennta- og framhaldsskólum landsins sem hafa áhuga á keppnum og mótshaldi að sækja um og taka þátt í starfinu með okkur.

Ef einhverjar spurningar vakna, getið þið haft samband í síma 847-1410 eða sent e-mail á okkur.
Ekki vera feimin!" Með bestu kveðju, Framhaldsskólanefndin í hestaíþróttum 2014-2015