miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framhaldsskólamótið

8. mars 2016 kl. 13:58

Skráningafrestur á Framhaldsskólamótið er hafin!

Þá hefur verið opnað fyrir skráningarfrestinn á Framhaldsskólamótið í Hestaíþróttum 2016! Hægt verður að skrá á mótið frá 7. til 12. mars. Skráningar í báðar kappreiðarnar fara fram á staðnum. Við minnum á þær breytingar sem hafa verið gerðar en nú verður keppt T3, T4, V2 og F2. 

Skráning fer í gegnum Sportfeng. ( www.sportfengur.com ) Aðildafélag mótsins er Hörður

ATHUGIÐ : Millifærsla verður að berast á þessar banknaupplýsingar en ekki þær sem gefnar eru upp í sportfeng. 

Kennitala 620310-0340  Reikningsnúmer 0323-26-006203 . Skráningargjald fyrir hverja grein er 2500kr. Kvittum skal síðan berast á mail nefndarinnar frhskolanefnd@gmail.com . Nefndin getur ekki ábyrgst skráningar sem færast inn á upplýsingarnar sem eru í sportfeng. 

Æfingartími í Samskipahöllinni verður föstudaginn 18. mars eftir kl 19:00. Við hvetjum alla til að nýta sér æfingatímann! Ef nemendafélög borga skráningagjöldin verður það að berast til okkar fyrir 12.mars.

Ef spurningar vakna má alltaf senda okkur lína á mail nefndarinnar frhskolamot@gmail.com eða hringja í síma 847-8061 (Thelma Harðard.)