miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum

18. febrúar 2017 kl. 11:11

Ásdís Ósk Elvarsdóttir - Stígandi Lárus frá Syðra-Skörðugili

Framhaldskólamótið framundan keppt í hefðbundnum keppnisgreinum og einnig brokki og skeiði í gegnum höllina

Skráning er hafin á framhaldsskólamótið í hestaíþróttum og stendur skráning fram til 1. mars. Skráningardjaldið er 4.500kr og geta þrír hestar frá hverjum skóla keppt í eftirfarandi greinu: tölt, fjórgangur, fimmgangur og slaktaumatölt. Einnig er í boði að koma og keppa í brokki og skeiði í gegnum höllina og kostar skráningin í það 1.500kr og fara skráningargjöldin í því í fyrstu þrjú verðlaunasætin í hvorri greininni. Þannig að það er til mikils að vinna. Skráningin fer fram á frhskolanefnd@gmail.com, hvetjum við skóla til þess að senda bara einn tölvupóst með öllum sínum keppendum í. Það sem þarf að koma fram í tölvupóstinum er: nafn og kennitala knapa, nafn og IS númer hests, í hvaða hestamannafélag knapinn er skráður í (mikilvægt að það komi líka þó að þið séuð að keppa fyrir hönd skólans), keppnisgrein og upp á hvora höndina knapi vill ríða á. 

 F.h. framhaldsskólanefndarinnar

Anton Hugi Kjartansson, formaður