fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum 27.mars

9. mars 2010 kl. 09:02

Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum 27.mars

Framhaldskólamótið í hestaíþróttum verður haldið í Mosfellsbæ þann 27.mars næstkomandi. Síðustu ár hafa um 18 skólar tekið þátt. Í ár verður keppt í 4 greinum, Fjórgangi, fimmgangi, tölti og skeiði. Í skeiði er frjáls skráning og fer hún fram á mótsstað. Í hinum greinunum mega þrír keppendur keppa frá hverjum skóla. Skólar þurfa að skila inn skráningum fyrir 17.mars í
síðasta lagi.

Eftirtalin atriði þurfa að koma fram í skráningu:
• skóli
• nafn knapa
• nafn hests, aldur og litur
• keppnisgrein
• Uppá hvaða hönd er riðið.

Skráningargjaldið er 25.000 krónur á skóla (geta verið 9 keppendur), en ef keppendur eru aðeins 1-2 er gjaldið 12.500 kr. og er þá oft miðað við skóla útá landi þar sem aðeins kemur einn keppandi. Dagskrá mótsins verður birt á www.eidfaxi.is og www.hestafrettir.is ásamt ráslistum þegar styttast fer í mótið.

Gríðarlega stór knapagleði verður haldin um kvöldið, svo takið kvöldið frá. Mótið í ár verður rosalega flott og veglegt.  Við hvetjum alla skóla til að taka þátt og halda úrtöku ef margir hafa áhuga á að keppa. Skráningu skal senda á aslasig@verslo.is fyrir 17.mars!

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest!

F.h Framhaldskólanefndarinnar í hestaíþróttum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Gsm; 662 8276
aslasig@verslo.is