föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framför með degi hverjum

9. september 2011 kl. 15:53

Framför með degi hverjum

Undanfarna daga hafa sextán eldhressir hestamenn setið á skólabekk hjá Róberti Petersen reiðkennara, og lært undirstöður frumtamninga í Víðidal.

Nemendur mættu með ótamið tryppi til þátttöku í lok ágúst og hafa þau, á einni viku, undirbúið og bandvanið. Í gærkvöldi stigu svo nemendurnir í fyrsta sinn á bak og fetuðu fram og til baka hesthúsgólf á upprennandi gæðingum. Mátti furðu sæta hversu róleg tryppin voru við þann stóra áfanga.

Stefna nemendur á að geta farið einn hring á stóra hringvellinum í Víðidal á hinum ungu tryppum áður en langt um líður.

Áætlað er að halda annað frumtamninganámskeið í október ef næg þátttaka fæst. Áhugasömum er bent á að hafa samband við hestamannafélagið Fák.