föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Framfallegur með öflugar gangtegundir

12. janúar 2017 kl. 14:42

Draupnir frá Stuðlum.

5 vetra stóðhestar

Í ár voru sýndir 118 hestar í flokki fimm vetra stóðhesta en efstur í flokknum er Draupnir frá Stuðlum. Í umsögn Þorvalds Kristjánssonar hrossaræktarráðunauts segir um hestinn: „Hafa íslenskir hrossaræktendur nú eignast að nýju hátt dæmdan og efnilegan kynbótahest, leirljósan að lit. Draupnir er undan Kiljan frá Steinnesi og góðhestamóðurinni Þernu frá Arnarhóli. Þetta er afar framfallegur og fótahár hestur, með hátt frambak, sterka yfirlínu og öflugar gangtegundir. Hann á eflaust eftir að eflast enn með auknum vöðvastyrk.“ Sá hestur sem stóð efstur í fimm vetra flokki á Landsmóti var aftur á móti Forkur frá Breiðabólsstað undan Fláka frá Blesastöðum og Orku frá Tungufelli, Kolfinnsdóttur. Forkur er glæsilegur hestur í byggingu, með mikinn léttleika í hreyfingum og er sérstakur útgeislunarhestur, enda með 9,5 fyrir fegurð í reið og vilja og geðslag. Þriðji er Trausti frá Þóroddsstöðum en hann hlaut hæstu hæfileikaeinkunn sem var gefin í þessum flokki 8,86 en hann er jafnvígur alhliðahestur. Í þessum flokki hlaut Finnur frá Ármóti hæstu einkunn fyrir sköpulag en hann hlaut 8,68 í einkunn. Í aðaleinkunn hlaut hann 8,32 en Finnur er undan Álffinni frá Syðri-Gegnishólum og Nist frá Ármóti. 

AE       Nafn    Faðir   Móðir

8.68    Draupnir Stuðlum     Kiljan Steinnesi         Þerna Arnarhóli

8.67    Forkur Breiðabólsstað          Fláki Blesastöðum 1A            Orka Tungufelli

8.64    Trausti Þóroddsstöðum        Þröstur Hvammi        Snót Þóroddsstöðum

8.56    Vökull Leirubakka     Héðinn Feti    Embla Árbakka

8.34    Hrókur Hjarðartúni   Dagur Hjarðartúni    Hryðja Margrétarhofi

8.46    Flygill Stóra-Ási          Straumur Breiðholti, Gbr.     Nóta Stóra-Ási

8.46    Goði Bjarnarhöfn       Spuni Vesturkoti       Gyðja Bjarnarhöfn
8.46    Álfgrímur Syðri-Gegnishólum          Orri Þúfu        Álfadís Selfossi

8.45    Bjarmi Bæ 2   Álffinnur Syðri-Gegnishólum           Blika Nýjabæ

8.45    Árblakkur Laugasteini          Ágústínus Melaleiti   Áróra Laugasteini

8.45    Dropi Kirkjubæ         Kiljan Steinnesi         Dögg Kirkjubæ