þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fram úr væntingum

Óðinn Örn Jóhannsson
18. júlí 2017 kl. 15:37

Úlfhildur frá Skíðbakka III, sýnandi Árni Björn Pálsson

Mikill áhugi á miðssumarssýningu á Gaddstaðaflötum

Nú þegar hafa á fjórða hundrað hross verið skráð á miðssumarssýningar þær sem haldnar verða sunnan og norðan heiða. Sýningin á Gaddstaðaflötum fylltist og nú er búið að setja á aukasýningu sem hefst 31.júlí. 

Hér fyrir neðan er fréttatilkynning frá RML um málið:

Áður auglýst Miðsumarssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum varð þéttskipuð og fullsetin á síðasta skráningardegi, föstudaginn 14. júlí, en þar verða sýnd u.þ.b. 240 hross.Til að koma til móts við þá sem ekki náðu að skrá hross sín til dóms og mæta eftirspurn fyrir hrossadóma á miðsumri hefur verið ákveðið að stofna til nýrrar kynbótasýningar á Gaddstaðaflötum. 
Ef næg þátttaka verður fyrir hendi mun sú sýning hefjast mánudaginn 31. júlí og standa svo langt fram í vikuna sem þurfa þykir; hugsanlega 1-2 dómdagar + yfirlitssýning.

Skráningu hrossa á þessa fyrirhuguðu aukasýningu (Miðsumarssýning II) lýkur fimmtudaginn 20. júlí. 

Við hvetjum alla áhugasama til að skrá hross sín tímanlega  hér í skráningarferli World-Feng.