miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frakkur og Hringur fóru mikinn

26. júní 2012 kl. 12:44

Frakkur og Hringur fóru mikinn

Stóðhestarnir kostagóðu Hringur frá Fossi og Frakkur frá Langholti fóru mikinn hér í 28 holli í forkeppni A-flokks gæðinga.

Sannkölluð stórsýning fyrir brekkunna sem fögnuðu ákaft tilþrifum fótaburðahestanna glæsilegu.Uppskar Hringur 8,59 og er sem stendur í 7. sæti, en Frakkur gerði sér lítið fyrir og skaut sér í 2. sæti þegar hann fékk 8,71.

Knapi Hrings er Sigurður V. Matthíasson en Atli Guðmundsson situr Frakk.

Frakkur varð í 2. sæti í flokki elstu stóðhesta á landsmótinu í fyrra með aðaleinkunnina 8,68, þar af fékk hann 9,03 fyrir kosti. Sigurvegari flokksins var Kiljan frá Steinnesi en hann er einmitt að tölta í braut í þessum skrifuðu orðum. Hringur var þá í 7. Sæti með 8,49 í aðaleinkunn, þar af fékk hann 8,78 fyrir kosti.