laugardagur, 16. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frækileg björgun í Skíðadal

31. desember 2014 kl. 12:00

Taglnöguð og óhrjáleg tryppin komin niður hengjuna stóru og stefna áfram niður snarbratta hlíð Austurtungna.

Frásögn og myndir af sögulegri svaðilför.

Svarfdælsk hross hröktust undan illviðri sem fór yfir landið í september árið 2012. Þar stóðu þau í sjálfheldu í snarbröttum fjöllum í botni Skíðadals. Fimm fræknir Svarfdælingar fóru í vasklegan og viðburðaríkan björgunarleiðangur.

Í 12. tölublaði Eiðfaxa má nálgast frásögn Þórarins Hjartarsonar af hrossabjörguninni ásamt myndum sem teknar voru í leiðangrinum. Hér er brot af frásögninni:

Þá gaf á að líta. Þetta voru að mestu leyti ung tryppi, og mörg hver orðin afar horuð og illa farin. Taglhárið var nánast alveg búið á þó nokkrum og faxið svona til hálfs. Hvergi var stingandi strá til beitar. Tvö þau aumustu lágu í snjónum. Miðað við ástandið á þeim má fullyrða að þau hafi verið í sveltinu mun lengur en hinn hópurinn. Þau hafa því lent þarna áður en hretið skall á, líklega einhvern tíma seinni part ágúst. Eftir hretið voru svo öll gil full svo engin leið var áfram né aftur á bak á stallinum. Eina mögulega leiðin var beint niður snarbrattann.

Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.