föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fræg eftir fimmtugt!

17. febrúar 2015 kl. 17:00

Hrafnhildur Jónsdóttir og Kraftur frá Keldudal.

,,Að velja sér hentugan hest, er eins og að velja sér maka," segir Hrafnhildur Jónsdóttir áhugakona.

,,Að velja sér hentugan hest, er eins og að velja sér maka. Þú þarft hest sem þú elskar, en þú þarft að hafa húmor fyrir göllum hans. Sá glæsilegasti er ekki endilega sá sem hentar þér best, heldur er það hesturinn sem gleður þig í hverjum reiðtúr," segir Hrafnhildur Jónsdóttir, sigurvegari fjórgangskeppni áhugamannadeildarinnar. Hún er skelegg og hláturmild kona sem hefur mikinn húmor fyrir því að fjölmiðlar sýni henni svo mikinn áhuga. ,,Ég er bara orðin fræg eftir fimmtugt."

Hrafnhildur mun mæta til leiks í fimmgangskeppni Glugga og gler deildarinnar á morgun en viðtal við Hrafnhildi má nálgast í 2. tölublaði Eiðfaxa sem kemur út í lok mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.