mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fræðsluþing um járningar og Íslandsmót

11. október 2011 kl. 12:02

Fræðsluþing um járningar og Íslandsmót

Járningamannafélag Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands standa fyrir fræðslulþingi um járningar á Hvanneyri helgina 28.-29. október nk. Kjörorð þingsins er fræðsla, kynning og skemmtun. Á dagskrá eru námskeið, fyrirlestrar og kynningar og lýkur svo með Íslandsmóti í járningum.

 
Dagskrá
 
Föstudagurinn 28. október:
 
Námskeið í sjúkra- og jafnvægisjárningum: fyrir járningamenn, dýralækna og aðra er málið viðkemur t.d. kynbóta-, íþrótta- og gæðingadómara.  Aðal viðfangsefni er hófsperra og hvíslbandbólgur, almenn uppfræðsla um ofangreind atriði, orsakir, leiðir til meðhöndlunar og leiðir til fyrirbyggjandi aðgerða.
Fyrirlesari og leiðbeinandi Mitch Taylor  CJF bandarískur járningameistari og virtur fræðimaður þar í landi. Taylor hefur áratuga reynslu af járningum. Hann hefur háskólagráðu í líf og lífefnafræðum auk framhaldsmenntunar í hestafræði. Taylor rekur járningaskóla í Kentucy fylki í Bandaríkjunum ( www.kentuckyhorseshoeingschool.com )  en er jafnframt vinsæll fyrirlesari og leiðbeinandi á ráðstefnum og námskeiðum víða um heim. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir fyrirlestra sína og kennslu m.a. viðurkenningu frá bandarísku járningamannasamtökunum AFA sem ,,leiðbeinandi ársins’’  árin 2007 og 2011.
Staður og stund: fös. 28. Okt. Hvanneyri kl 14:00-17:00 og sameiginlegur kvöldmatur 17:30-18:30.
Skráning:  endurmenntun@lbhi.is  eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími). Mikilvægt er að skrá sig fyrir 26. október!
Þátttökugjald: Greiðist fyrir fræðsludagana kr 10.000-. innifalið námskeiðsgjald og kvöldmatur á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið endurmenntun@lbhi.is
Ef viðkomandi taka bæði námskeiðið og fyrirlestrana laugardagsmorguninn er tilboðið  kr 12.000- innifalið námskeiðsgjald og kvöldmatur á föstudegi og fyrirlestrar  og hádegismatur á laugardegi.
 
19:00-21:00
Aðalfundur  Járningamannafélags Íslands
 
 
Laugardagurinn 29. október: 
 
Dagur járninga!
Kl. 10:00 - Fræðslufyrirlestrar um járningar    í Ásgarði á Hvanneyri
o   Járningar íslenskra hrossa.                     Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari
o   Járningar og heilbrigði hófa.                 Gestur Júlíusson járningameistari og dýralæknir.
o   Álag á fætur keppnishrossa.                 Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari.
o   Hófsperra og kvíslbandsbólgur.   Mitch Taylor CFJ.
 
Staður og stund: Hvanneyri kl 10:00-12.30 (Hádegisverður 12.30-13.30)
Skráning:  endurmenntun@lbhi.is  eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími). Mikilvægt er að skrá sig fyrir 26. október!
Þátttökugjald: Greiðist fyrir fræðsludagana kr 3000.- (innifalið fyrirlestrar á laugardegi og hádegismatur) inn á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið endurmenntun@lbhi.is
Ef viðkomandi taka bæði námskeiðið og fyrirlestrana laugardagsmorguninn er tilboðið  kr 12.000- innifalið námskeiðsgjald og kvöldmatur á föstudegi og fyrirlestrar  og hádegismatur á laugardegi.
 
Kl. 13:30 – 16:00 Opinn dagur í Hestmiðastöð LbhÍ á Miðfossum
Frír aðgangangur og öllum opið!
Styrktaraðilar og fyrirtæki með vörukynningar:
 • VÍS Agrig
 • Ásbjörn Ólafsson ehf
 • Ástund.
 • Brimco ehf
 • Lífland
 • O.Johnson og Kaaber ehf
Verkstöðvar (sýningar e.t.v. fleiri en ein í gangi á sama tíma)
 • Sjúkrajárningar/Járning á hófsperruhófum
 • og járning vegna kvíslbandsbólgu.
 • Heitjárning.
 • Líffræðileg fræðsla.
 • Skeifnasmíði
 • Hófsnyrtingar á hryssu og folaldi.
 • Vörukynningar.
 •  
16:00 – 16:30
Kaffihlé e.t.v. skemmtiatriði (syngjandi járningamaður).
 
16:30 - 18:00
Íslandsmót í járningum -  Styrktaraðili Mustad og O.Johnson og Kaaber ehf.
Verðlaunaafhending og þingslit.
 
Skráning þátttöku í járningakeppni: endurmenntun@lbhi.is  eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími). Mikilvægt er að skrá sig fyrir 26. október!
Sett upp með fyrir vara um lítilsháttar breytingar.
 
Gistiaðstaða:
Gamli skólinn á Hvanneyri – Panta hjá Lárusi húsverði Ingibergssyni 433 5000
Hótel Brú – www.hotelbru.is  sími: 437 2345
Borgarnes Bed and Breakfast – borgarnesbb@internet.is sími: 434 1566/ 842 5866
Bjarg Ferðaþjónusta bænda – Borgarnesi  bjarg@simnet.is – sími: 4371925 / 8641325
Hvíti bærinn – við Golfvöllinn Hamar – sími: 4372000
Aðrir gistimöguleikar, Hótel Reykholt, Hótel Borgarnes, Hótel Hamar og fleiri aðila.