laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fræðslukvöld um skeiðþjálfun.

16. febrúar 2014 kl. 11:53

Skeiðþjálfun bæði fyrir reiðhesta og keppnishesta.

Mánudaginn 17 febrúar verður haldið fræðslukvöld um skeiðþjálfun í reiðhöllinni á Blönduósi. Farið verður í hvernig skal byggja skeiðhest rétt upp, hvernig skal undirbúa hest fyrir skeið og hvernig skal leggja hest á skeið.

Fræðslukvöldið er haldið af þremur reiðkennaraefnum frá Hólaskóla þeim Ástu Köru Sveinsdóttur, Idu Thorborg og Hjörvari Ágústsyni. Kvöldið byrjar á fyrirlestri og síðan verður haldin sýnikennsla

Aðgangseyrir er 500 kr, athuga skal að ekki er tekið við greiðslukortum.