miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fræðslukvöld: Litir hrossa og erfðir á þeim

11. janúar 2010 kl. 11:08

Fræðslukvöld: Litir hrossa og erfðir á þeim

Endurmenntun LbhÍ í  samstarfi við Hrossaræktarsamtök Suðurlands kynna fræðslukvöld um liti og erfðir þeirra.  Þar verður farið yfir helstu hrossaliti og erfðum þeirra lýst. Myndir verða mikið notaðar og raunveruleg dæmi tekin til útskýringar. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum litaerfðanna.


Kennari: Guðni Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Stund og staður: Mið. 13. jan. Kl. 19:45-22:00 í félagsheimili Sleipnis, Suðurtröð á Selfossi.

Verð: 1000 kr til félagsmanna Hrossaræktarsamtaka Suðurlands – aðrir 1500 kr. Greitt á staðnum, ekki er tekið við kortum.

Mikilvægt er að skrá sig um netfangið endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000.