miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fræðslukvöld í kvöld: Ræktun í Kirkjubæ

16. febrúar 2011 kl. 08:06

Fræðslukvöld í kvöld: Ræktun í Kirkjubæ

Ágúst Sigurðsson hrossaræktandi í Kirkjubæ og fyrrverandi landsráðunautur Bændasamtaka Íslands í hrossarækt heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni „Ræktun í Kirkjubæ“ á fræðslukvöldi Sörla, Sörlastöðum, í kvöld miðvikudaginn 16. febrúar kl. 20.

Hrossaræktin í Kirkjubæ er landsþekkt og byggir á gömlum grunni. Ágúst mun fara yfir sviðið í víðu samhengi, söguna, hrossin, stefnuna og framtíðina. Umræður og fyrirspurnir að framsögu lokinni. Án efa skemmtilegt og fræðandi kvöld framundan.

Kaffi og kleinur verða í boði en aðgangseyrir 500 krónur.