föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fræðslufyrirlestur um liti og litaerfðir hrossa

2. janúar 2012 kl. 13:13

Fræðslufyrirlestur um liti og litaerfðir hrossa

Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Hestamannafélagið Dreyra  (Akranesi) mun standa fyrir fræðslufyrirlestri um liti og litaerfðir hrossa fimmtudaginn 26. janúar nk.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hrossaliti og erfðum þeirra lýst. Myndir verða mikið notaðar og raunveruleg dæmi tekin til útskýringar. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum litaerfðanna. Fríar veitingar.

Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir skuldlausa félagsmenn og greiðist á staðnum. Utanfélagsmenn greiða 1500 kr.

Kennari er Guðni Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Fyrirlesturinn fer fram eins og áður segir fimmtudaginn 26. janúar kl. 19:45-22:00 í Félagsheimili Dreyra. Skráningar fara fram hjá Endurmenntun LbhÍ, um tölvupóstinn endurmenntun@lbhi.is   (nafn, kennitala, heimili og sími) eða í síma 433 5000. Einnig er hægt að hafa samband við Siggu S (868-5153) eða Elísabet (849-6993).