miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fræðslufundur um reiðleiðir og þjálfun

3. mars 2011 kl. 14:44

Fræðslufundur um reiðleiðir og þjálfun

Fræðslunefnd og reiðveganefnd Harðar sameinast um fræðslufund í kvöld kl. 20 í Harðarbóli.

"Kynntar verða reiðleiðir í og við Mosfellsbæ og að loknu kaffihléi ætlar Súsanna Ólafsdóttir að vera með fyrirlestur um þjálfun hrossa og búnað. 

Allir hvattir til að koma og hlusta á þessi áhugaverðu erindi en aðgangur er ókeypis," segir í tilkynningu frá Herði.