miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fræðslufundur um fóðrun og hófhirðu

15. desember 2009 kl. 11:28

Fræðslufundur um fóðrun og hófhirðu

Fimmtudagskvöldið 17.desember næstkomandi, mun Fræðslunefnd Sörla halda fræðslufund um fóðrun hesta og hófhirðu. Fundurinn hefst kl. 19:30 og er aðgangseyrir 1000 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir unglinga.

Efni fundarins er nokkuð sem allir hestamenn þurfa að hafa a.m.k. lágmarks vitneskju um og því hefur fræðslunefndin fengið menn sem mikið vita um efnið.

Ingimar Sveinsson þarf ekki að kynna en hann kemur frá Hvanneyri og hefur gert m.a. miklar rannsóknir á fóðrun hesta . Þá ætlar Sörlafélaginn Gunnar Guðmundsson, járningamaður að fjalla um hófhirðu.

www.sorli.is