þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fræðsla um kynbótadóma

20. febrúar 2012 kl. 15:26

Fræðsla um kynbótadóma

Búgarður - ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi stóð fyrir degi með hrossaræktarráðunaut á Akureyri sl. föstudag. Mikil og góð þátttaka var á þennan viðburð en um  40 manns tóku þátt. Dagskráin hófst kl. 10 og stóð til kl. 17:00.

Byrjað á að fara yfir ýmsa þætti  er varða mat á sköpulagi kynbótahrossa. Eftir fyrirlestur og myndasýningu var farið í að byggingardæma sex hross og gátu þátttakendur borið sínar tölur saman við einkunnir ráðunautsins.  Að sama skapi var tekin fyrir hæfileikadómur og var hrossunum riðið á kynbótavelli Léttis á Akureyri. 

Hópurinn lét ekki kalt veður og einstaka hríðarbylji aftra sér frá því að storma út á kynbótavöll til þess að hæfileikadæma en með sama lagi og fyrr voru hæfileikadómar yfirfarnir að dómum loknum yfir kaffisopa og  vínarbrauði.