þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábæru Íslandsmóti yngri flokka lokið

25. júlí 2011 kl. 11:10

Frábæru Íslandsmóti yngri flokka lokið

Hestamannafélagið Máni í Reykjanesbæ hélt Íslandsmót Yngri flokka um síðustu helgi. Mótið var gríðarlega sterkt og öflug skráning í allar greinar mótsins, en samtals voru þær tæplega 450. Til gamans má geta að skráningar á Íslandsmót fullorðinna sem haldið var fyrir rúmri viku, voru rétt um 200.

Óhætt er að segja að Mánamenn hafi sett nýtt viðmið um mótahald með þessu móti. Keppni hófs á fimmtudag og allt gekk hratt og örugglega fyrir sig. Allt skipulag var til fyrirmyndar og aðstaðan eins og best verður á kosið. Öll úrslit voru birt um leið og keppni var lokið í hverri grein og stundum oftar. Mikið var gert úr verðlaunaafhendingunum og verðlaunin veglegir minjagripir fyrir hina ungu knapa.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá mannlífinu á mótinu en nánar verður fjallað um mótið í tölublaði Eiðfaxa