mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábæru íslandsmóti lokið

odinn@eidfaxi.is
12. júlí 2015 kl. 22:03

Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri II.

Hestakostur á heimsklassa og frábær aðstaða í Spretti.

Íslandsmóti í hestaíþróttum lauk í dag í Spretti en veðrið lék við mótsgesti. Sannkölluð hátíðarstemmning myndaðist á mótinu í dag þar sem Sprettarar höfðu útbúið frábæra aðstöðu fyrir mótsgesti og heyrðist á tali nokkurra mótsgesta að ljóst væri að mótssvæðið væri nú orðið í hópi þeirra bestu sem þekkjast.

Hestakostur mótsins var mjög góður en margar augu voru á þeim hestum sem nú þegar hafa verið valdir í landslið Íslands en jafnframt var ljóst á öðrum keppendum að þeir voru á tánum til að vinna hylli landsliðseinvaldsins sem enn á eftir að fylla nokkur pláss í liði sínu.

Margir voru í þeim efnum tilkallaðir en ljóst er þó að flestir búast við að líklegir landsliðsmenn séu Róbert Bergmann og Eggert Helgason í flokki yngri knapa en í hópi þeirra eldri nefna flestir Sigurbjörn Bárðarson, Teit Árnason, Erling Erlingsson og Kristínu Lárusdóttir sem þau líklegustu til að vinna sér sæti í liðinu.

Hvað svo verður er erfitt að segja en boðað hefur verið til blaðamannafundar eftir helgi þar sem liðið verður endanlega kynnt.

Af afrekum mótsins má nefna frábæra tíma í skeiði, frábær árangur Gústavs Ásgeirs Hinrikssona sem vann alls fimm íslandsmeistaratitla en ein óvæntustu úrslit dagsins voru þegar Eyrún Ýr sem vann sig upp úr B-úrslitum í fimmgangi meistaraflokks vann sig upp úr sjötta sæti í það fyrsta og stóð uppi með pálman í höndunum.

Sannarlega gælsilegt mót, öllum þeim sem að því komu til mikils sóma.

Lokaatriði íslandsmóts voru svo töltúrslit en fyrirfram voru nánast allir keppendur úrslitanna sem gátu gert atlögu að titlinum enda var lítill munur einkunnum efstu hrossa. Svo fór að efsta parið inn í úrslit þau Sigurður Sigurðarson og Arna frá Skipaskaga urðu að láta sér fjórða sætið duga en þriðja varð Hulda Gústavsdóttir á Kiljan frá Holtsmúla en þau komu sjöttu inn. Efst og jöfn urðu svo þau Sigurbjörn Bárðarson á Jarli og Kristín Lárusdóttir á Þokka bæði með 8,50 í einkunn en sætaröðun dómara þurfti til að skera úr um og svo fór að Sigurbjörn sigraði.