mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábæru HM lokið

odinn@eidfaxi.is
9. ágúst 2015 kl. 16:44

Himsleikum í Herning er lokið.

Danir eiga að vera stoltir af góðu og vel skipulögðu Heimsmeistaramóti.

Nú er mjög vel heppnuðu heimsmeistaramóti hér í Herning lokið. Skipulagning, hestakostur og árangur var eins og best gat orðið en hápunktar mótsins voru sannarlega frábærar skeiðkappreiðar þar sem heimsmet var sett í 250m skeiði og það svo jafnað stuttu seinna, einnig voru frábærir tímar í 100m. skeiði.

Þó má segja að úrslit töltsins hafi eins og oft áður verið hápunktur mótsins þar sem hin stórgóða, hógværa sveitastelpa kom sá og sigraði. Kristín Lárusdóttir heillaði alla sem hér voru bæði innan sem utan vallar.

Eiðfaxi þakkar öllu hinu frábæra starfsfólki mótsins og öðru samstarfsfólki fyrir skemmtilegan tíma hér í Herning.