miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Frábært geðslag"

10. júní 2019 kl. 10:50

Óðinn vom Habichtswald

Myndband af Óðni vom Habichtswald og viðtal við Frauke Schenzel

Eiðfaxi sagði frá því á dögunum þegar Óðinn vom Habichtswald varð hæst dæmdi þýsk fæddi stóðhesturinn og sá fyrsti til að fara yfir 9,0 fyrir hæfileika.

Hann hlaut fyrir sköpulag 8,46 og fyrir hæfileika 9,02 í aðaleinkunn 8,79. Eiðfaxi hafði samband við Frauke Scenzel knapa Óðins og spurði út í það hvernig hún myndi lýsa Óðni. 

"Óðinn er frábær hestur á allan hátt. Geðslagið er þjált og viljinn góður, það er hægt að ríða honum til mikilla afkasta einn daginn og þann næsta nota hann sem barnahest. Því til stuðnings má nefna að hann er einnig uppáhalds hestur tveggja ára dóttur minnar. Hann býr yfir miklu jafnvægi á öllum gangi og rými. Óðinn er  draumahestur sem gaman verður að vinna með áfram"