fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábært framtak tveggja stúlkna-

9. febrúar 2011 kl. 15:24

Frábært framtak tveggja stúlkna-

Annað Smalamót Harðar var haldið um liðna helgi og mættu á annað hundrað manns í reiðhöllina í Mosfellsbæ. Mótið var vel heppnað og þegar öll skráningargjöld og önnur frjáls framlög voru talin saman höfðu safnast 146.581 króna sem afhent var félagi krabbameinssjúkra barna.

Smalamót Harðar var haldið í fyrsta skipti veturinn 2010. Hugmyndina fengu Súsanna Katarína Guðmundsdóttir og Harpa Sigríður Bjarnadóttir þegar þær sáu smalamót hjá Meistaradeild VÍS 2009.

Í bréfi sem þær sendu fjölmiðlum segjast þær hafa viljað standa fyrir svipuðu móti hjá Herði. “Svo hófust framkvæmdir við smíði verðlaunagripa og var það nú gert í frímínútum í skólanum. Eftir skóla voru keilurnar til að afmarka brautina gerðar. Á mótinu (2010) var mikil skráning og allir í góðu skapi og tókst mótið enn betur en gert var ráð fyrir,” segir meðal annars í bréfi þessara dugnaðastúlkna.

Eiðfaxi fagnar þessu frábæra framtaki Súsönnu Katarínu og Hörpu Sigríðar. Á myndum af mótinu að dæma var mikið fjör í Harðarhöll um helgina.