þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábærir tímar í skeiði

10. október 2019 kl. 11:00

Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II.

Hvaða knapar og hestar voru fljótastir í ár hér á landi?

 

Keppni í skeiðgreinum nýtur sívaxandi vinsælda, bæði meðal áhorfenda og keppenda. Hér á landi er mikið til af fljótum og öruggum skeiðhestum og á hverju tímabili koma fram nýjir og efnilegir hestar sem og knapar. Árið í ár var enginn undantekning. Hér má sjá stöðulista í skeiðgreinum hér á landi.

Það verður þó að taka það fram að stöðulistarnir eru birtir með fyrirvara um það að mótshaldarar hafi skilað af sér öllum þeim mótum sem fram fóru á Íslandi og eru þetta því þær upplýsingar sem liggja fyrir í Worldfeng að svo stöddu.

250 metra skeið

Lengsta vegalengd skeiðgreinanna er 250 metra skeið og þurfa hestar í henni að búa yfir úthaldi og snerpu til þess að ná góðum tímum. Hér á landi fóru alls níu hestar undir 23 sekúndum sem telst góður árangur. Fljótastur í ár var Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II á tímanum 21,42 sekúndur, knapi á honum Konráð Valur Sveinsson. Heimsmeistararnir í þessari vegalengd, Glúmur frá Þóroddsstöðum og Guðmundur Björgvinsson, koma næstir en besti tími þeirra hér á landi eru 21,74 sekúndur. Sigurbjörn Bárðarson og Vökull frá Tunguhálsi runnu 250 metranna á 21,77 sekúndum og eiga þriðja besta tíma ársins. Það vekur athygli að Gústaf Ásgeir Hinriksson er með tvö hross á þessum lista, þau Rangá frá Torfunesi og Andra frá Lynghaga.

250 metra skeið

 

 

Nafn

Hestur

Tími

Konráð Valur Sveinsson

Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II

21,42

Guðmundur Björgvinsson

Glúmur frá Þóroddsstöðum

21,74

Sigurbjörn Bárðarson

Vökull frá Tunguhálsi II

21,77

Sigursteinn Sumarliðason

Krókus frá Dalbæ

22,03

Finnur Jóhannesson

Tinna Svört frá Glæsibæ

22,27

Daníel Gunnarsson

Eining frá Einhamri 2

22,49

Gústaf Ásgeir Hinriksson

Andri frá Lynghaga

22,53

Gústaf Ásgeir Hinriksson

Rangá frá Torfunesi

22,94

Sigurður Vignir Matthíasson

Líf frá Framnesi

22,99

 

150 metra skeið

150 metra skeið er skemmtileg grein þar sem reynir á snerpu og tækni knapa og hests. Alls fóru 16 hestar á tímanum 15 sekúndur eða minna. Íslandsmeistarinn í greininni, Þórarinn Eymundsson og Gullbrá frá Lóni, eiga besta tíma ársins hér á landi en sá tími er 14,10 sekúndur. Árni Björn Pálsson og Korka frá Steinnesi eiga næst besta tíma ársins og er hann 14,31 sekúnda þá er það Sigurður V. Matthíasson og Léttir frá Eiríksstöðum sem eiga þriðja besta tímann, 14,36 sekúndur.

150 metra skeið

 

 

Knapi

Hross

Tími

Þórarinn Eymundsson

Gullbrá frá Lóni

14,10

Árni Björn Pálsson

Korka frá Steinnesi

14,31

Sigurður Vignir Matthíasson

Léttir frá Eiríksstöðum

14,36

Glódís Rún Sigurðardóttir

Blikka frá Þóroddsstöðum

14,45

Þórarinn Ragnarsson

Funi frá Hofi

14,52

Reynir Örn Pálmason

Skemill frá Dalvík

14,72

Sigurður Sigurðarson

Drift frá Hafsteinsstöðum

14,73

Davíð Jónsson

Glóra frá Skógskoti

14,74

Gústaf Ásgeir Hinriksson

Rangá frá Torfunesi

14,75

Bjarni Bjarnason

Þröm frá Þóroddsstöðum

14,75

Árni Björn Pálsson

Seiður frá Hlíðarbergi

14,88

Trausti Óskarsson

Skúta frá Skák

14,90

Hinrik Bragason

Hrafnhetta frá Hvannstóði

14,91

Hanna Rún Ingibergsdóttir

Birta frá Suður-Nýjabæ

14,92

Sigurbjörn Bárðarson

Hvanndal frá Oddhóli

14,93

Hlynur Guðmundsson

Klaustri frá Hraunbæ

14,95

 

100 metra skeið

Samkvæmt stöðulistanum að þá eru það alls fjórtán hestar sem skeiðuðu 100 metrana á 7,60 sekúndum eða minna. Það verður að teljast frábær árangur og til marks um þá breiðu flóru sem er í skeiðhestavali. Konráð Valur Sveinsson á tvo bestu tíma ársins en fljótastur var hann á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II og er best tími þeirra í ár 7,22 sekúndur. Hann varð heimsmeistari í greininni á Losta frá Ekru en besti tími þeirra hér á landi var 7,30 sekúndur og er það besti tími ársins. Þá átti Jóhann Magnússon frábært ár á Fröken frá Bessastöðum sem er einnig úr ræktun hans en skv stöðulistum er besti tími þeirra 7,33 sekúndur í ár.

100 metra skeið

 

 

Knapi

Hestur

Tími

Konráð Valur Sveinsson

Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II

7,22

Konráð Valur Sveinsson

Losti frá Ekru

7,30

Jóhann Magnússon

Fröken frá Bessastöðum

7,33

Guðmundur Björgvinsson

Glúmur frá Þóroddsstöðum

7,35

Þórarinn Eymundsson

Gullbrá frá Lóni

7,42

Ásmundur Ernir Snorrason

Fáfnir frá Efri-Rauðalæk

7,45

Ingibergur Árnason

Sólveig frá Kirkjubæ

7,48

Sæmundur Þ. Sæmundsson

Seyður frá Gýgjarhóli

7,49

Sigursteinn Sumarliðason

Krókus frá Dalbæ

7,53

Finnur Jóhannesson

Tinna Svört frá Glæsibæ

7,57

Sigurbjörn Bárðarson

Vökull frá Tunguhálsi II

7,57

Jakob Svavar Sigurðsson

Jarl frá Kílhrauni

7,59

Hinrik Bragason

Drottning frá Hömrum II

7,59

Friðrik Reynisson

Seiður frá Hlíðarbergi

7,60