sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábærir knapar á Íslandsmóti Yngri flokka - myndir

22. júlí 2011 kl. 20:03

Frábærir knapar á Íslandsmóti Yngri flokka - myndir

Rétt í þessu var að ljúka forkeppni í hringvallargreinum á Íslandsmóti Yngri flokka sem haldin er í Reykjanesbæ. Það er óhætt að segja að hestakosturinn hjá unga fólkinu okkar er gríðarlega góður og reiðmennskan alveg til fyrirmyndar...

Tæplega 450 skráningar eru á mótið og því mikið líf og fjör í hestamannahverfinu þessa dagana.
Það er Hestamannafélagið Máni í Reykjanesbæ (sumir vilja nú segja Keflavík) sem að heldur mótið og það hefur farið einstaklega vel fram. Öll aðstaða er til fyrirmyndar og mótið gengið hratt og vel fyrir sig. Það hefur jafnvel verið rætt að skipuleggjendur hafi náð samningum við veðurguðina því veðrið hefur leikið við keppendur og gesti. Svo gott hefur veðrið verið að hárið á höfði formannsins Snorra Ólasonar hefur ekki hreyfst í blíðunni.

Á laugardag og sunnudag verður riðið til úrslita og er um að gera fyrir fólk að renna í bíltúr í Reykjanesbæ um helgina og sjá þar frábæra hesta og enn betri knapa takast á.