miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábærar viðtökur!

21. desember 2009 kl. 14:41

Frábærar viðtökur!

Hinn nýi vefur Eiðfaxa fær mjög góðar viðtökur og erum við þakklát fyrir það. Við hvetjum um leið lesendur til að nýta sér smáauglýsingarnar, það er mjög einfalt og fljótlegt að setja inn smáauglýsingu. Ertu að selja eða kaupa hest, vantar notaðan hnakk eða einhvern til að gefa morgungjafir? Skelltu inn smáauglýsingu í einum grænum!

Vefútgáfu Eiðfaxa er hægt að skoða án endurgjalds út janúar 2010. Alltaf eru að bætast fleiri tölublöð inná vefsvæðið. Smelltu hér, skráðu þig inn og skoðaðu frítt!

Það er einnig kominn nýr og skemmtilegur eiginleiki á fréttirnar. Hægt er að segja sína skoðun á fréttinni og ekki þarf að skrá sig inn til þess.

Eiðfaxi hvetur lesendur sína til að vera duglega að fikta og prófa sig áfram og skoða það sem vefurinn býður upp á.