mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábær vika

2. júlí 2016 kl. 13:28

Kristján og Sjens

Kristján Árni og Sjéns frá Bringu unnu barnaflokkinn.

Blaðamaður hitti Kristján Árna rétt eftir úrslitin í barnaflokki. Þeir félagar voru í fimmta sæti fyrir úrslitin og höfðu allt að vinna. ,,Búið að vera frábært, alveg síðan á mánudaginn," sagði Kristján Árni ánægður eftir sigurinn. ,,Sjéns er frábær gæðingur, rólegur og yfirvegaður. Bara góður hestur." Sjéns er frábrugðið nafn á hesti og þegar Kristján Árni var spurður hvort hann vissi um nafngiftina svaraði þessi flotti knapi um hæl, ,,Það á bara engin sjéns í hann."