fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábær veisla í Spretti

odinn@eidfaxi.is
13. apríl 2015 kl. 21:19

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili, kn Jakob Sigurðsson.

Mikil breidd stóðhesta og frábær kvöldskemmtun.

Það var mikil spenna fyrir Stóðhestaveislunni í Spretti síðasta laugardag en um tíma leit þó út fyrir að fresta þyrfti sýningunni þar sem ófært var af suðurlandinu í bæinn. Stór hluti hestanna sem fram komu að sunnan en Þrengslin opnuðust rétt fyrir sýninguna en fram að því höfðu þó nokkrir knapar komið Suðurstrandarveginn í bæinn. 

Mikið var um dýrðir og erfitt að draga einn hest út fyrir sviga sem stjörnu kvöldsins en nefna má Hring frá Gunnarsstöðum, Hreyfil frá Vorsabæ, Hryn frá Hrísdal, Nökkva frá Syðra-Skörðugili og Sif frá Helgastöðum.

Af hópatriðum vöktu afkvæmahópar Vilmundar og Geisla mikla athygli. 

Mikil spenna hafði verið fyrir endurkomu Konserts frá Hofi en hann stóð að miklu leiti fyrir sínu en ljóst var þó að hesturinn var ekki kominn í það líkamlega form sem hann var í á Landsmóti. Ekki er hægt að ætlast til þess að ungir hestar eins og Konsert toppi sjálfan sig eftir árangur á borð við þann sem náðist á síðasta ári.

Framkvæmd sýnarinnar var fagmannleg og þulir kvöldsins komust líkt og fyrri ár vel frá sínu.