laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábær tilþrif

6. ágúst 2019 kl. 09:20

Jóhann Skúlason og Finnbogi riðu á vaðið

Íslendingar í forystu!

 

 

Núna hafa allir þeir knapar sem keppa í fullorðins flokki lokið keppni í fjórgangi, en ungmennin Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Hákon Dan Ólafsson keppa hér síðar í dag.

Jóhann Skúlason reið fyrstur í braut af Íslendingunum og gekk sýning hans vel, örlitlir hnökrar í gangskiptingu úr stökki í brokk en að öðru leyti glæsileg sýning.

Árni Björn er efstur núna þegar þetta er ritað með 7,67 í einkunn, vel að því kominn.

Ásmundur Ernir átti þá glæsilega sýningu og var vel tekið af áhorfendum. Ásmundur virðist vera að toppa á hárréttum tíma.

Máni Hilmarsson átti því miður ekki nægilega góðan dag, en hann mun mæta sterkari fyrir vikið í keppni í slaktaumatölti.

Ennþá eiga sterkir hestar eftir að mæta til keppni og því getur röðin breyst.

 

 

 

Pos.

Rider

Horse

Score

1

Árni Björn Pálsson

Flaumur frá Sólvangi

7.67

2

Jóhann R. Skúlason

Finnbogi frá Minni-Reykjum

7.43

3

Ásmundur Ernir Snorrason

Frægur frá Strandarhöfði

7.37