miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábær stórsýning á Akureyri

17. apríl 2011 kl. 09:42

Frábær stórsýning á Akureyri

Það var mikið líf og fjör í Top Reiterhöllinni á Akureyri í kvöld á stórsýningunni Fákum og fjöri.  Sýningin var fjölbreytt og hestakostur mjög góður að er fram kemur í frétt frá aðstandendum sýningarinnar. 

„Á meðfylgjandi myndum sem Þórir Tryggvason tók má sjá sýnishorn af því sem þarna fór fram.  Hestamannafélagið Léttir fékk að gjöf við þetta tækifæri 400 sessur fyrir áhorfendur til afnota á sýningum og mótum.  Það var Fákasport á Akureyri sem færði félaginu gjöfina.  Af einstaka hrossum sem sýndu sínar bestu hliðar í kvöld voru Fróði frá Staðartungu, Dögg frá Steinnesi, List frá Vakurstöðum, Hrymur frá Hofi, Háttur frá Þúfum og Sædynur frá Múla.  Mjög flottir ræktunarhópar bæði frá Steinnesi og Efri-Rauðalæk, afkvæmi Blæs frá Torfunesi flott og í þeirri sýningu slógu feðgarnir Möttull og Blær frá Torfunesi í gegn með algjölega ógleymanlegan skeiðsprett þar sem þeir skeiðuðu á fyllstu ferð, samhliða, í gegnum höllina.  Mörg fleiri frábær hross dönsuðu um salinn og í heild var sýningin mjög vel heppnuð."