miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábær kynning

odinn@eidfaxi.is
30. júní 2019 kl. 11:47

Sjónvarpsþáttur Fei um íslenska hestinn.

Kynning á íslenska hestinum hjá alþjóðasamtökunum FEI.

Alþjóðahestasamtökin FEI eru regnhlífarsamtök hestamanna og ná yfir mýmörg hestakyn um allan heim. Samtökin halda úti sjónvarpsstöð á netinu en áskrifendur á rásina eru yfir hundrað þúsund. 

Það er því frábær kynning að fá umfjöllun fyrir hesta á þessari rás en sjónvarpsstöðin var hér á landi í kringum Landsmót í fyrra og gerði þátt um íslenska hestinn sem er í tveimur hlutum. Hesturinn okkar er kynntur fyrir áhorfendum og uppruni kynsins rakinn. Farið er yfir það helsta sem að hestinum snýr. Í fyrri hlutanum er rætt við Jelenu Ohm forsvarsmann átaksverkefnisins Horses of Iceland og Sigurbjörn Bárðarsson, en í seinni hluta þáttarins er rætt við Gunnar Sturluson forseta FEIF og Guðmar Þór Pétursson hestaferðabónda.

Þetta eru áhugaverðir þættir sem gaman er á sjá, en þetta er góð kynning fyrir hestinn okkar.

Slóðin á þættina má finna hér:

Þáttur / fyrri hluti.

Þáttur / seinni hluti.