mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábær hestakostur á Ræktun 2016

odinn@eidfaxi.is
22. apríl 2016 kl. 11:39

Viðja frá Hvolsvelli, knapi Elvar Þormarsson.

Tveir einstaklingar sem hlotið hafa 10 fyrir tölt koma fram.

Nú er Ræktun 2016 að bresta á. Mikið af frábærum gæðingum eru búnir að tilkynna komu sína og lítur dagskráin mjög vel út. Meðal atriða eru afkvæmi Hákons frá Ragnheiðarstöðum, afkomendur Orku frá Hvolsvelli og systkynin undan Glóð frá Grjóteyri og Þá verða fulltrúar frá ræktunarbúunum Hamarsey,Oddsstöðum,Hestheimum og Litla Landi.Tveir glæsilegir fulltrúar frá Strandarhöfði mæta á staðinn ásamt glæsihrossunum Völsung frá Skeiðvöllum og Ólínu frá Skeiðvöllum,Krókus frá Dalbæ sýnir okkur af hverju hann hlaut 10 fyrir skeið, Glæsihryssurnar Pixi frá Mið Fossum og Sif frá Helgastöðum leika listir sínar og svo mæta 2 einstaklingar sem hlotið hafa 10 fyrir tölt.

Sunnlendingar eiga líka einstaklega góð og efnileg klárhross sem og alhliðahross sem munu kynna sig á Ræktun og má nefna frábæra gripi frá Varmá og Borg.Af öðrum atriðum má nefna að Fákskrakkar leika listir sýnar og nemendur Hólaskóla koma fram.

Hlaðborðið í Fákaseli opnar kl 18.00 með veislumat að venju.

Miðasala fer mjög vel af stað og stefnir í frábæra stemningu í Fákaseli annað kvöld.

Sýningin hefst kl. 20:00 á laugardagskvöld og fer forsala miða fram í Baldvin og Þorvaldi, Fákaseli, Top Reiter og Líflandi. Einnig er miðasala við innganginn.

Tilvalið að skella sér á frábæra sýningu á mörgu af því besta sem sunnlenskir hestamenn hafa uppá að bjóða.

Miðaverð er kr. 2.500, frítt fyrir 12 ára og yngri.