miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábær B-flokkur

betasv@simnet.is
8. júlí 2018 kl. 11:53

Frami frá Ketilsstöðum í úrslitum á Lm2018.

"Þetta er ótrúlegt."

B-flokki gæðinga er lokið og ekki urðu gestir LM2018 fyrir vonbrigðum með A-úrslitin í honum. Frami frá Ketilsstöðum og Elin Holst sigruðu með einkunina 9,14 og í öðru sæti lentu Nökkvi frá Syðra-Skörðugili og Jakob Svavar Sigurðsson með einkunina 9,09. Blaðamaður hitti Elinu og spurði hana hvernig tilfinningin væri?  "Ég bara trúi þessu ekki, þetta er svakalegt," sagði Elin og klappaði Frama sínum en þessi sigur er kærkomin fyrir þau en þau eiga mjög glæstan feril á keppnisbrautinni saman.

Heildarniðurstöður:

Tímabil móts: 01.07.2018 - 08.07.2018

 

 

Sæti

Keppandi

Heildareinkunn

1

Frami frá Ketilsstöðum / Elin Holst

9,14

2

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili / Jakob Svavar Sigurðsson

9,09

3

Hátíð frá Forsæti II / Jón Páll Sveinsson

8,96

4

Ljósvaki frá Valstrýtu / Árni Björn Pálsson

8,92

5

Þrumufleygur frá Álfhólum / Viðar Ingólfsson

8,79

6

Herkúles frá Ragnheiðarstöðum / Guðmundur Björgvinsson *

8,67

7

Andi frá Kálfhóli 2 / Daníel Jónsson

8,59

8

Sæþór frá Stafholti / Snorri Dal

8,11