miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábær árangur

odinn@eidfaxi.is
14. nóvember 2014 kl. 08:36

Mirra frá Litla-Garði, knapi Stefán Birgir

Úrslit í A flokki og ræktunarbú ársins.

Í nýasta tölublaði Eiðfaxa er viðtal við Stefán Birgi og Herdísi á Litla Garði í Eyjafirði, en þar kemur m.a. fram frábær árangur þeirra bæði í kynbótadómum og á keppnisvellinum. Nú hefur enn eitt afrekið bæst við en þau hlutu titilinn ræktunarbú ársins hjá Hrossaræktarsamtökum Eyfirðinga og Þingeyinga nú á dögunum.

Í frétt frá HEÞ segir:

Litli Garður er ræktunarbú ársins á félagssvæði HEÞ þetta árið en það var tikynnt á haustfundi HEÞ nú rétt í þessu. Þetta er í fyrsta skipti sem Stefán Birgir Stefánsson og Herdís Ármannsdóttir hljóta þessa viðurkenningu en ræktun þeirra hefur lengi verið samofin Árgerði. Þau bú sem tilnefn voru auk Litla Garðs voru Torfunes, Björgvin Daði Sverrisson og Helena Ketilsdóttir Akureyri, Vignir Sigurólason og Berglind Ragnarsdóttir Húsavík og Sauðanes. Nánar um fundinn síðar.