fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábær árangur heildarinnar

9. nóvember 2019 kl. 09:00

Íslenskir áhorfendur á Heimsmeistaramóti í Berlín

Ritstjórapistill úr nýútkomnu tölublaði Eiðfaxa

 

 

Í nýjasta tölublaði Eiðfaxa er meðal annars farið yfir helsta árangur þeirra knapa sem tilnefndir eru í öllum flokkum knapaverðlauna í ár. Þá er einnig talinn upp helsti árangur þeirra hrossaræktarbúa sem tilnefnd eru sem hrossaræktarbú ársins og einnig þeirra hrossaræktarbúa sem tilnefnd eru sem keppnishestabú ársins. Það má með sanni segja að kynbóta- og keppnisárið hafi gengið vel og margir knapar og hrossaræktendur náðu góðum árangri. Þeir hrossaræktendur og knapar, sem ekki hlutu tilnefndingu í ár, náðu margir hverjir einnig frábærum árangri.

Fyrir hönd Eiðfaxa sendi ég, öllum þeim sem hlutu tilnefningu, hamingjuóskir með árangurinn. Ég vil einnig nota tækifærið og óska okkur hestamönnum til hamingju með frábæran árangur því að við sem heild stöndum að baki þessum árangri. Allir þeir sem komu að mótahaldi og starfsfólk kynbótasýninga án ykkar væri enginn árangur. Þá er ótalið allir þeir sjálfboðaliðar sem standa á bak við þá viðburði ársins þar sem árangur næst og ekki síst þá sem standa á bak við landslið Íslands í hestaíþróttum. Til hamingju hestamenn!