þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frábær afkvæmi Aðals

odinn@eidfaxi.is
16. júní 2014 kl. 12:41

Skálmar frá Nýjabæ

Tólf afkvæmi hans sýnd í vor

Stóðhesturinn Aðall frá Nýjabæ er að gera sig vel sem ræktinarhestur en hann var sýndur til 1.verðlauna fyrir afkvæmi á síðasta Landsmóti.

Í vor hafa tólf afkvæmi hans verið sýnd og öll farið í 1.verðlaun utan eitt, en hæstan dóm hlaut stóðhesturinn Skálmar frá Nýjabæ 8,64 í aðaleinkunn. Hæst dæmda dóttir Aðals þetta árið er hinsvegar Þruma frá Árdal með 8,38 í aðaleinkunn.

Meðaleinkunn sýndra afkvæma Aðals er 7,97 í aðaleinkunn og þar af er hálsinn, samræmið og prúðleikinn hæstur í sköpulagsþáttunum og töltið og vilji/geðslag hæst í hæfileikunum.

Þegar afkvæmi Aðals eru borin saman við mæður sínar þá eru þau að meðaltali með tuttugu stigum hærri sköpulagsdóm en mæðurnar, níu stigum hærri í hæfileikum og fjórtán stigum hærri í aðaleinkunn en mæðurnar.