fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frá Stjórn Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga

8. mars 2010 kl. 11:16

Frá Stjórn Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga

Stjórn Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga vill koma eftirfarandi athugasemd á framfæri.

Stjórn HEÞ lýsir yfir undrun sinni  á erindi Félags Hrossabænda til Búnaðarþings 2010 um Landsmót hestamanna.  Stjórn HEÞ kannast ekki við að staðsetning landsmóta hafi verið til umfjöllunar á aðal- og/eða formannafundum undanfarin ár.

Þegar farið er fram með svo stórt og umdeilt mál hlýtur það að vera mikilvægt fyrir stjórn slíkra samtaka að vita hug sinna félagsmanna.  Það geta því varla talist eðlileg vinnubrögð að blanda félaginu í þetta viðkvæma deilumál með þessum hætti, og marka stefnu til framtíðar án þess að nokkur umræða hafi farið fram um það á vettvangi félagsins.

Í greinargerð með ályktuninni er staðhæft að það sé almennt viðhorf að farsælast sé að sameinast um tvo mótsstaði.  Stjórn HEÞ kannast ekki við þetta almenna viðhorf,  enda engin formleg umræða farið fram um málið innan samtakanna.

 

8. mars 2010

Stjórn HEÞ.